Okkar Saga
"Upplifunin sem tengi saman"
Sumarið 2022 hófst vegferðin. Rekstraraðilinn á bak við Gæði.is sá skýra þörf fyrir að færa Íslendingum betri og sérhæfðari vörur, gæði sem sjaldan eða aldrei höfðu verið aðgengileg almenningi á einfaldan hátt. Á næstu tveimur árum byggðist upp tengslanet, vöruflæði og skilningur á því sem fólk í raun vill: upplifun sem skiptir máli.
Byrjun árs 2025 hófst Gæði.is í þróun. Með áherslu á sjálfvirkni, einfaldleika og að gæðin væru alltaf í forgrunni, varð vefverslunin að heildarlausn, þar sem fólk getur verslað í áskrift eða stakri pöntun eftir sínum þörfum. Hvort sem þú ert að kaupa fyrir þig, fjölskylduna eða í massavís, þá stendur Gæði.is fyrir sínu: Vörur í sérflokki, í beinni tengingu við upplifun, fagurfræði og betri lífsstíl.
„Gæði er ekki valkostur. Það er lífsstíll!“

Rekstraraðili vefverslunarinnar Gæði.is er:
Kennitala: Vsk-númer: Netfang; Heimasíða:
6202210740 140367 didino@didino.is didinobrothers.is
"Upplifðu Meira Premium"

Arfleið, Upplifun & Gæði
Di Dino Brothers, rekstraraðili að baki Gæði.is, hefur frá árinu 2022 lagt ríka áherslu á gæði og djúpa upplifun.
Nafnið Di Dino á rætur sínar að rekja allt til Sikileyjar á Ítalíu, lands sem er þekkt fyrir sínar sterku fjölskylduhefðir, lífsgæði og einstaka matarmenningu. Þar var grunnurinn lagður að þeirri hugsjón sem við byggjum á í dag: að allt sem við gerum á að lyfta lífsstíl fólks upp á næsta stig.
Við trúum því að gæði séu ekki bara mælanleg, þau eru upplifanleg.
Í dag einbeitum við okkur að því að þróa og efla Gæði.is sem stafræna gæðaverslun, þar sem viðskiptavinir fá vandaðar vörur beint heim, hvort sem það er með áskrift eða stakri pöntun. Við tökum það besta úr arfleifð okkar og sameinum það nútímalegri sjálfvirkni og einfaldleika, því þú átt skilið að upplifa meira.
„Þar sem hefð og nútími mætast í gæðum.“
- Di Dino Brothers

_edited_edited.png)